Skera upp herör gegn ólöglegu drónaflugi

Norsk stjórnvöld hafa ákveðið að leggja lögreglu landsins til 30 milljónir króna, jafnvirði um 370 milljóna íslenskra króna, til kaupa á búnaði til höfuðs ólöglegu drónaflugi í Noregi sem rammt hefur kveðið að undanfarin misseri.