Gæsluvarðhald vegna andláts manns í Kópavogi framlengt

Gæsluvarðhald yfir karlmanni sem er í haldi vegna andláts manns í heimahúsi í Kópavogi hefur verið framlengt til 13. janúar. Þetta er gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Lögregla rannsakar andlát manns sem fannst látinn í heimahúsi í Kársnesi í Kópavogi 30. nóvember. Áverkar voru á líki mannsins. Maður var handtekinn í þarsíðustu viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald en sleppt nokkrum dögum síðar. Hann var síðar handtekinn aftur og á ný úrskurðaður í gæsluvarðhald, þá í viku. Sá úrskurður hefði runnið út í dag en gæsluvarðhaldið var framlengt um fjórar vikur.