Reyndi að smygla yfir 2.000 oxycontin-töflum til landsins

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Elmar Örn Eiríksson í dag til þriggja ára fangelsisvistar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann smyglaði rúmlega 2.200 töflum af oxycontin til landsins þegar hann kom með flugi frá Varsjá í Póllandi 13. september. Hann var ákærður fyrir að flytja efnin hingað til að selja þau. Hann játaði sök en krafðist vægustu refsingar sem lög leyfa. Dómari sagði að í ljósi þess hversu hættuleg lyfin eru væri þriggja ára fangelsi hæfileg refsing. Elmar sætti gæsluvarðhaldi í viku og dregst það frá refsingunni. Oxycontin-töflur. Mynd úr safni.RÚV / Ingvar Haukur Guðmundsson