Hildur Oddsdóttir er upphafskona góðgerðarverkefnisins Hjálparkokkar sem hjálpar foreldrum sem eiga lítið á milli handanna að gefa börnum sínum jólagjafir og smágjafir á aðventu. Þetta eru foreldrar sem búa við sára fátækt, eitthvað sem Hildur þekkir á eigin skinni sem og flestir þeir sjálfboðaliðar sem koma að verkefninu.