Lögregla leitar eftir myndefni vegna rannsóknar á mannsláti í Kópavogi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir myndefni í tengslum við rannsókn á andláti karlmanns sem fannst látinn í heimahúsi í Kópavogi í lok nóvember. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að leitað sé sérstaklega eftir myndefni frá vegfarendum sem fóru um bifreiðastæði við Kópavogslaug og göturnar Skjólbraut, Borgarholtsbraut, Meðalbraut og Kópavogsbraut föstudaginn 28. nóvember, á tímabilinu frá klukkan 18 til miðnættis. Bent...