Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður hálfbróður Margrétar Höllu Hansdóttur Löf, sem dæmd var til 16 ára fangelsisvistar fyrir að bana föður þeirra á heimili fjölskyldunnar í apríl, segir algjörlega ótækt að manneskja sem hefur svipt aðra manneskju lífi og fengið um það dóm taki síðan arf eftir viðkomandi.