Það styttist í Evrópumót karla í handbolta árið 2026. Á morgun velur Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari sinn 18 manna hóp sem fer á mótið. Sýnt verður beint frá valinu klukkan 13:00 á RÚV.is. Sérfræðingar Stofunnar hafa valið sinn eigin 18 manna hóp. Þeir Logi Geirsson, Kári Kristján Kristjánsson og Ólafur Stefánsson völdu sinn hóp. Hvað kom á óvart? Hvað ekki? Kári tekur Jón Bjarna með Kári Kristján er með doktorsfræði í línumannafræðunum. Hann velur Elliða Snæ Viðarsson, Arnar Frey Arnarsson og Jón Bjarna Ólafsson. Jón Bjarni leikur með FH í deildinni hér heima fyrir. Þá stillir Kári Einari Þorsteini upp sem varnarmanni fremur en línumanni. Hinir tveir eru með Einar Þorstein í hópnum en eru þó með hann sem hluta af línumannahópnum. Kári var sá eini sem var með Reyni Þór Stefánsson í hópnum. Þá vekur athygli að Kári telur Óðin geta leyst hægra hornið einn síns liðs. Sveinn og Bjarki Már með í vélina Logi er sá eini sem telur að Bjarki Már Elísson ætti að vera valinn í vinstra hornið. Þá er hann einnig með Svein Jóhannsson í línumannahópnum. Þá velur hann einnig Þorstein Leó Gunnarsson. Þar er Ólafur Stefánsson sammála. Logi tekur Donna, Kristján Örn Kristjánsson, í hægri skyttuna líkt og Kári. 35 manna hópurinn Snorri valdi fyrst 35 manna hóp á EM. Svo velur hann 18 manna hóp en einungis 16 eru í leikdagshóp á mótinu. Hann getur kallað inn varamenn á mótið úr 35 manna hópnum. Svona er hann. Markmenn: Aron Rafn Eðvarðsson, Haukar (84/6) Björgvin Páll Gústavsson, Valur (284/26) Einar Baldvin Baldvinsson, Afturelding (0/0) Ísak Steinsson, Drammen (3/0) Viktor Gísli Hallgrímsson, FC Barcelona (71/2) Aðrir leikmenn: Andri Már Rúnarsson, Erlangen (4/4) Arnar Freyr Arnarsson, Melsungen (104/109) Arnór Snær Óskarsson, Valur (4/2) Benedikt Gunnar Óskarsson, Kolstad (5/1) Bjarki Már Elísson, Veszprém (126/419) Bjarni Ófeigur Valdimarsson, KA (0/0) Blær Hinriksson, Leipzig (0/0) Dagur Gautason, Arendal (0/0) Einar Þorsteinn Ólafsson, Hamburg (24/7) Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach (61/134) Elvar Ásgeirsson, Ribe-Esbjerg (21/24) Elvar Örn Jónsson, Magdeburg (90/205) Gísli Þorgeir Kristjánsson, Magdeburg (72/159) Haukur Þrastarson, Rhein-Neckar Löwen (45/63) Janus Daði Smárason, Pick Szeged (98/176) Jóhannes Berg Andrason, Holsterbro (0/0) Jón Bjarni Ólafsson, FH (0/0) Kristján Örn Kristjánsson, Skanderborg (37/72) Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (29/91) Óðinn Þór Ríkharðsson, Kaddetten Schaffhausen (55/165) Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg (91/328) Reynir Þór Stefánsson, Melsungen (1/2) Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (85/230) Stiven Tobar Valencia, Benfica (21/25) Sveinn Jóhannsson, Chambéry (17/26) Teitur Örn Einarsson, Gummersbach (45/44) Tryggvi Þórisson, Elverum (0/0) Viggó Kristjánsson, Erlangen (70/215) Ýmir Örn Gíslason, Göppingen (105/48) Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto (18/36) Hópurinn hans Óla Það má segja að Ólafur sé sá rótfastasti af sérfræðingunum þremur. Hann velur þó Stiven inn í vinstra hornið í stað Bjarka Más. Þá er hann með son sinn, Einar Þorstein Ólafsson, í hópnum líkt og hinir tveir. Ólafur er þekktur fyrir skemmtilega vinkla og í þetta sinn var hann sá eini sem valdi sérstaklega hverjir væru næstir inn. Þar nefndi hann Bjarka Má, Teit Örn Einarsson og Benedikt Óskarsson. Hvað voru þeir sammála um? Eitt og annað vekur athygli í hóp sérfræðinganna. Þeir Kári og Logi velja til að mynda ekki Ými Örn Gíslason í sinn hóp, sem hefur verið fastamaður í áraraðir. Óli og Kári taka Stiven í hægra hornið í stað Bjarka Más en Logi heldur tryggð við Bjarka. Allir voru þeir með Viktor Gísla og Björgvin Pál sem markmannateymi. Óli og Kári velja báðir Andra Má Rúnarsson sem miðjumann en Logi kýs að láta Janus Daða Smárason og Gísla Þorgeir Kristjánsson um miðjuna. Þá eru þeir Kári og Logi með Donna, Kristján Örn Kristjánsson, í hópnum. Nokkrar leikstöður virðast óumdeildar. Ef miðað er við hópinn sem Snorri valdi á HM í fyrra eru 12 af 18 með fasta stöðu. Þetta eru þeir sem voru í öllum þrem hópunum: Orri Freyr Þorkelsson Elvar Örn Jónsson Gísli Þorgeir Kristjánsson Janus Daði Smárason Viggó Kristjánsson Óðinn Þór Ríkharðsson Arnar Freyr Arnarsson Einar Þorsteinn Ólafsson Elliði Snær Viðarsson Viktor Gísli Hallgrímsson Björgvin Páll Gústavsson