Um sex hundruð miðar með orðsendingum sem fundust á heimili Margrétar Höllu Hansdóttur Löf og foreldra hennar, þar sem hún myrti föður sinn, vöktu sérstaka athygli rannsóknarlögreglumanna. Svo virðist sem samskipti fjölskyldunnar hafi að miklu leyti farið fram í gegnum miðasendingar og sumar þeirra eru æði hrottalegar.