Mál ríkisendurskoðanda á borði ríkissaksóknara

Endurskoðendaráð hefur kært til ríkissaksóknara ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að vísa frá kæru ráðsins gegn Guðmundi Björgvin Helgasyni, ríkisendurskoðanda. Kæran laut að því að Guðmundur áritaði ársreikninga opinberra hlutafélaga þrátt fyrir að vera ekki löggiltur endurskoðandi, eins og lög kveða á um.