„Límbandið sem kláraðist fyrir jól mátti mæla í kílómetrum“

„Ég man eftir nokkrum skemmtilegum jólagjöfum sem ég hafði þráð, fyrstu skíðunum mínum, æðislegum appelsínugulum Blizzard-skíðum, fyrsta íþróttagallanum sem var blár og Millet-úlpunni sem var svo mikilvæg til að vera alvöruunglingur.“