Warner hafnar 108 milljarða tilboði Paramount

Kvikmyndafyrirtækið Warner Bros. Discovery hafnaði í dag fjandsamlegu yfirtökutilboði frá Paramount sem var lagt fram í síðustu viku til að reyna að koma í veg fyrir áform streymisrisans Netflix um að kaupa Warner, sem á jafnframt fréttastöðina CNN.