Norðurslóðir hitna mun hraðar en jörðin í heild sinni sem mun hafa mikil áhrif á lífríki og afkomu fólks við Norðurheimskautið. Undanfarin 20 ár hefur hitastig að hausti og vetri hækkað meira en tvöfalt á við hitastig á heimsvísu. Þetta kemur fram í Arctic Report Card (ARC) 2025, tuttugustu útgáfu þeirrar skýrslu sem gefin er út af bandarísku ríkisstofnuninni NOAA...