Meta hætti fyrr í vikunni stuðningi við forrit Facebook Messenger í tölvu fyrir bæði Windows og macOS. Í forritinu var hægt að spjalla við vini án þess að opna Facebook. Enn er hægt að nota smáforritið í snjallsíma en ætli fólk að nota Messenger í tölvu þarf það að vera í gegnum Facebook eða Messenger.com. Í umfjöllun TechCrunch segir að líklega sé Meta að samþætta Messenger og Facebook aftur til að sporna við minni notkun á Facebook.