Sigldu í jólatré til að senda Landhelgisgæslunni kveðju

Björgunarskipið Hafbjörg frá Neskaupstað sendi stjórnstöð Landhelgisgæslunnar skemmtilega jólakveðju á æfingu sinni í gær enda stutt til jóla. Frá þessu greindi Landhelgisgæslan á Facebook-síðu sinni og þakkar þar kærlega fyrir sig. Leið skipsins á Norfjarðarflóa myndaði hið fallegasta jólatré á korti stjórnstöðvarinnar. Meðlimir í Björgunarsveitinni Gerpir á Neskaupsstað tóku þátt í gjörningnum. Leið skipsins var hárnákvæm.Landhelgisgæsla Íslands