Hurðaskellir er sjöundi jólasveinninn til byggða.Fréttir / Grímur Þór Jónsson Hurðaskellir er sagður koma til byggða í nótt, sá sjöundi af jólasveinunum þrettán sem Jóhannes úr Kötlum orti um. Í vísunum segir að ekki hafi alltaf verið svefnfriður þegar Hurðaskellir kom á bæi enda hafði hann gaman af því að skella hurðum og var ekki sérstaklega hnugginn yfir því þótt nokkur hávaði fylgdi.