ÍBV lyfti sér á toppinn með sigri á ÍR

ÍBV lagði ÍR örugglega í eina leik kvöldsins í Olísdeild kvenna, 36-24. Sigurinn fleytti ÍBV upp fyrir Val og í efsta sæti deildarinnar. ÍR byrjaði betur í Vestmannaeyjum í kvöld og komst í 7-4 en þá tók ÍBV öll völd. Staðan var 20-13 í leikhléi og ÍBV jók svo forskotið áfram í síðari hálfleik og mest munaði 13 mörkum og 12 marka sigur svo niðurstaðan. ÍBV er með 18 stig eftir 11 leiki og í efsta sæti deildarinnar. Valur er með 16 stig og á leik til góða á morgun. ÍR er í þriðja sæti með 14 stig, þremur meira en Fram. Á morgun mætast KA/Þór og Valur og Selfoss og Haukar. Lokaleikurinn fyrir jól er svo leikur Stjörnunnar og Fram á laugardag. Leikmenn ÍBV fagnaRÚV / Mummi Lú