„Rúss­land hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“

Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur varð ekki orða vant í Silfrinu mánudaginn 8. desember þar sem hún ræddi stöðu Íslands í breyttum heimi. Hún talaði um óttastjórnun og ógnarstjórnun þar sem verið sé að tala niður EES-samninginn og Evrópusambandið, „það er jafnvel verið að tala niður NATO“, sagði hún og benti á að „þegar við stöndum frammi fyrir því að það er verið að ala á ótta og ala á óvissu – að þá tökum við ekki rökréttar ákvarðanir“.