Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjár­hags­lega á að hafa banað föður sínum

Upp hafa komið mál á Íslandi þar sem einstaklingar hafa verið sviptir erfðarétti eftir að hafa valdið arfleifanda bana en þau eru afar fá. Héraðsdómur Reykjaness vísaði í gær frá kröfu hálfbróður Margrétar Höllu Löf um að hún yrði svipt erfðaréttinum eftir að hafa banað föður þeirra. Þannig kann Margrét á endanum að hagnast fjárhagslega af því að hafa myrt föður sinn.