Guð­rún vin­sælli en Agnes og traust til kirkjunnar á upp­leið

Rétt tæpur helmingur þjóðarinnar ber mikið traust til Þjóðkirkjunnar, ríflega tuttugu prósent segjast bera lítið traust en tæpur þriðjungur kveðst hvorki bera mikið né lítið traust til kirkjunnar samkvæmt nýrri könnun Gallup. Traust til stofnunarinnar hefur vaxið töluvert undanfarin tvö ár en umtalsvert meiri ánægja mælist með störf Guðrúnar Karls Helgudóttur biskups en með störf forvera hennar í embætti.