Nábýli okkar við náttúruna hefur gert það að verkum að hér býr ótrúlega úrræðagóð og eljusöm þjóð. Hún hefur ekki farið varhluta af þeim ýmsu efnahagsáföllum sem hafa dunið yfir en sérstaklega þegar á móti blæs heldur fólk áfram af dug og æðruleysi. Á þessu hafa kynslóðirnar sem á undan okkur komu byggt lífsgæðin sem við njótum í dag. Það er þess vegna heiður að vera fjármálaráðherra á Íslandi.