Þingið á lokasprettinum

Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 10:30. Hann hefst á atkvæðagreiðslu um fern lagafrumvörp en að þeim loknum verður þriðju umræðu um kílómetragjald á ökutæki haldið áfram. Að því loknu eru áætlaðar umræður um fjórðu fjáraukalög ársins, áhafnir björgunarskipa og hlutdeildarlán. Starfsáætlun Alþingis var felld niður í gær. Samkvæmt henni var gert ráð fyrir að störfum Alþingis fyrir jól lyki í gær. Það gekk ekki eftir. Þingfundur hófst á Alþingi klukkan hálf tólf fyrir hádegi í gær og stóð með hléum til klukkan hálf eitt eftir miðnætti. Forseti Alþingis felldi starfsáætlun Alþingis úr gildi í gær í samráði við forsætisnefnd.RÚV / Ragnar Visage