Fangi sem notaði lak til að flýja úr fangelsi handtekinn

Tveir fangar sem flýðu úr fangelsi í Dijon í Frakklandi í síðasta mánuði eru aftur komnir í hald lögreglu. Annar var handtekinn daginn eftir flóttann en hinn í dag, samkvæmt heimildum AFP-fréttastofunnar. Flótti mannanna vakti nokkra athygli því hann minnti á glæpamyndir og teiknimyndasögur. Mennirnir náðu að saga í sundur rimla í fangelsinu og notuðu síðan lök sín til að láta sig síga niður til jarðar. Fanginn sem var handtekinn í dag er nítján ára. Hann er grunaður um morðtilraun sem tengist fíkniefnaglæpum. Séð inn í fangaklefa gegnum glugga á hurð. Mynd úr safni.Birgir Þór Harðarson