Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme

Embætti ríkissaksóknara í Svíþjóð hyggst ekki taka upp rannsóknina á morðinu á Olof Palme að nýju. Á sama tíma segir ríkissaksóknari að rannsókninni hafi verið ábótavant og að ekki hafi verið rétt árið 2020 að benda á Stig Engström, hinn svokallaða Skandia-mann, sem morðingja forsætisráðherrans fyrrverandi.