Vestfirðir á varaafli vegna bilunar á Mjólkárlínu 1

Rafmagnslaust varð á Vestfjörðum um miðnætti í gær þegar Mjólkárlína 1 milli Mjólkár og Geiradals leysti út. Það er raflínan sem tengir Vestfirði við meginflutningskerfið. Varaaflsvélar í Bolungarvík og Mjólkárvirkjun sjá notendum forgangsorku á Vestfjörðum öllum fyrir rafmagni. Mannskapur frá Landsneti er kominn að línunni en enn hefur ekki tekist að finna bilunina. Varaaflsvélar í Mjólkárvirkjun og í Bolungarvík sjá nú notendum forgangsorku á Vestfjörðum fyrir rafmagni.Orkubú Vestfjarða