Suðurstrandarvegi lokað eftir á­rekstur

Lokað hefur verið fyrir umferð um Suðurstrandarveg við Þorlákshöfn eftir að ekið var á kyrrstæðan bíl um tíuleytið í kvöld. Mikið brak og olía er á veginum en svo virðist sem ekki hafi orðið alvarleg slys á fólki.