Um miðnætti varð bilun á Mjólkárlínu 1, línunni sem liggur á milli Geiradals og Mjólkár. Frá þessu er greint á vef Landsnets og þar segir að starfsmenn séu komnir á staðinn og verið er að fara með línunni. Á meðan er rafmagn á svæðinu tryggt með varaaflsvélum í Bolungarvík og frá Mjólkárvirkjun.