Vilja skilja fastamann í landsliðinu eftir heima

Fyrrverandi landsliðsmennirnir Ólafur Stefánsson, Logi Geirsson og Kári Kristján Kristjánsson völdu allir sinn 18 manna hóp fyrir EM karla í handbolta sem hefst í Danmörku, Noregi og Svíþjóð í janúar.