Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld

Breiðablik hefur með árangri sínum til þessa í Evrópukeppnum karla og kvenna í fótbolta í ár tryggt sér 800 milljónir króna í verðlaunafé. Upphæðin gæti hækkað um tæpar 130 milljónir í kvöld ef Blikar framkalla kraftaverk í Frakklandi með því að vinna Strasbourg.