Franska forsetafrúin Brigitte Macron á mál yfir höfði sér vegna ummæla sem hún lét falla og náðust á upptöku. Ríflega þrjú hundruð konur hafa kært ummælin sem þykja fela í sér kvenfyrirlitningu en þau lét forsetafrúin falla í leikhúsi í höfuðborginni París á dögunum. Orðin lét hún falla baksviðs í samtali við franska leikarann og skemmtikraftinn Ary Abittan en atvikið náðist á upptöku og hefur vakið reiði meðal femínista í Frakklandi.