Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur, segir vel geta verið að gott umtal síðustu vikna hafi stigið einhverjum af hans leikmönnum til höfuðs. Ekkert lið verði meistari á þessum tímapunkti en Keflavík ætlar sér að verða bestir þegar úrslitakeppnin tekur við. Keflavík og Njarðvík mætast í Bónus deildinni í kvöld.