Ný bók Katrínar seld til Bretlands

Ný glæpasaga Katrínar Júlíusdóttur er þegar farin að vekja athygli erlendis. Orenda-útgáfan í Bretlandi hefur tryggt sér réttinn á bókinni, sem nefnist Þegar hún hló, og kemur hún út þar í landi á næsta ári.