Minningarorð forseta Alþingis um Halldór Blöndal, fyrrverandi forseta Alþingis og ráðherra: Halldór Blöndal, fyrrverandi forseti Alþingis og ráðherra, lést í Reykjavík aðfaranótt 16. desember, 87 ára að aldri. Halldór Blöndal var fæddur í Reykjavík 24. ágúst 1938, sonur hjónanna Lárusar H. Blöndals magisters, síðast bókavarðar Alþingis, og Kristjönu Benediktsdóttur húsmóður. Halldór lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum […]