Kosningabarátta Miðflokksins fyrir síðustu Alþingiskosningar kostaði flokkinn tæplega 141 milljón króna. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Miðflokksins sem hefur hlotið samþykki Ríkisendurskoðunar. Sérstaklega er gerð grein fyrir kostnaði flokksins vegna kosninganna í reikningnum. Flokkurinn skilaði meira en 133 milljóna króna tapi og spilar þar kosningabaráttan stærsta rullu. Rekstur flokksins að öðru leyti jókst þó líka á milli ára, því...