Pétur Ben – The Wake Pétur Ben hefur komið víða við í tónlistinni á síðustu tveimur áratugum og mest unnið fyrir aðra. Öðru hverju finnur hann þó upp á því að senda frá sér plötu þótt langt líði stundum á milli. Þriðja plata hans, Painted Blue, kom út á dögunum og inniheldur meðal annars lagið The Wake. Ólöf Arnalds – Heimurinn núna Það eru fleiri en Pétur Ben sem láta bíða eftir sér, það liðu rétt rúm 10 ár á milli platna hjá Ólöfu Arnalds. Hennar nýjasta plata, Spíra, kom út í byrjun desember og inniheldur níu ný lög, þar á meðal er lagið Heimurinn núna. Undiraldan fimmtudaginn 18. desember Þá eru það síðustu þættir Undiröldunnar á árinu og eins og undanfarið er boðið upp á blöndu af jólalögum og nýjum lögum, að þessu sinni frá Pétri Ben, Ólöfu Arnalds og fleirum. Teitur Magnússon – Gullauga Tónlistarmaðurinn Teitur Magnússon hefur sent frá sér lagið Gullauga sem er frumsamið indí-folk eða amerikana-lag sem hann frumflutti fyrir skemmstu í þættinum Segðu mér í umsjón Sigurlaugar M. Jónasdóttur. Spouses – Splinter Spouses er lagasmíðaverkefni tónlistarmannsins, hljóðmannsins og ljósmyndarans Joels Durksen, sem er búsettur á Íslandi. Hann er flakkari bæði í listsköpun og lífi; fæddist í Kanada, ólst upp í Karíbahafinu og skólaður tónlistarlega í Liverpool. Í anda Neil Young, setti hann upp hljóðver í gömlu hesthúsi, Kálfholt Studios, þar sem hann samdi og tók upp lög mótuð af einveru, umbreytingum og þrá til að skapa tónlist án málamiðlana. Úlfur úlfur – Börnin og bítið Svartur skuggi frá Úlfi úlfi kom út fyrr á árinu og fyrsta lagið sem þeir sömdu fyrir þá plötu var Börnin og bítið. Lagið innihleldur allar klisjurnar í bæði rappi og kántrí sem mótuðu Svartan skugga og setti niður stefnuna fyrir hana. Tjara – Primal Fall Hljómsveitin Tjara er staðsett í Reykjavík og er samstarf á milli þeirra Francesco Fabris, Kjartans Holm og Sin Fang. Tríóið blandar saman hávaða, sveimtónlist og vídjólist til að búa til upplifun sem er eins og að stíga inn í annað umhverfi. Undiraldan þriðjudaginn 16. desember Þá eru það síðustu þættir Undiröldunnar á árinu og eins og undanfarið er boðið upp á blöndu af jólalögum og nýjum lögum, að þessu sinni frá Pétri Ben, Ólöfu Arnalds og fleirum. Guðmundur Annas Árnason – Alvörujól Er hægt að finna alvöru jólastemningu á sólarströnd? Um þetta fjallar glænýtt jólalag, Alvöru jól, frá Guðmundi Annas Árnasyni, einnig þekktur sem Mummi. Textann samdi Kristinn Jón Arnarson, svili Mumma, og hugmyndin að textanum kviknaði þegar þeir félagar voru einmitt staddir um jól á Tenerife í fjölskylduferð fyrir tveimur árum. Markéta Irglová – Nameless Children Lagahöfundurinn og tónlistarkonan margverðlaunaða Markéta Irglóva hefur sent frá sér lagið Nameless Children. Lagið fjallar um börn sem þjást víða um heim vegna stríðsátaka, fátæktar og hamfara frá mönnum og náttúru. Mikael Máni Ásmundsson – Half Sun Lagið Half Sun er fyrsta smáskífan af samnefndri breiðskífu sem kemur út á næsta ári og verður fimmta plata Mikaels Mána í fullri lengd. Kvintett Mikaels, sem hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir jazzplötu ársins 2024, tók plötuna upp í upphafi árs á þremur dögum í Sundlauginni. Jólnas og Jólþór – Kirkjan ómar öll Tónlistarmennirnir Jónas Þór Viðarsson og Arnþór Þórsteinsson sem kalla sig á aðventunni Jólnas og Jólþór, en eru betur þekktir sem Jónas Þór og Arnþór, hafa sent frá sér lagið Kirkjan ómar öll. Lagið er það fyrsta af fjögurra laga jólasmáskífu frá þeim félögum sem kemur út á streymisveitum og inniheldur ábreiður. Jólabjöllurnar – Elsku Jóli Jólabjöllurnar eru að eigin sögn þekktar fyrir að blása lífi í klassísk jólalög með frumlegum, djörfum og skemmtilegum textum sem kitla hláturtaugarnar og þeirra nýjasta lag er Elsku jóli eftir þau Joan Javits og Phil Springer. Villi og Dandri – Hóhó hófleg drykkja um jólin Í jólagríni og glensi eru líka þeir Vilhjálmur Bermenn Bragason og Daníel Andri Eggertsson, eða Villi og Dandri, sem hafa sent frá sér lagið Hóhó hófleg drykkja um jólin en það er tekið af plötu þeirra Söngvar meðaljónsins. Undiraldan lagalisti