Jóla­gjöfin í ár

Undirritaður hefur um langa hríð bent á að skólakerfið sé í verulegum ógöngum. Langflestir kennarar vita að margt er að, þrátt fyrir að efsta lag skólakerfisins reyni ítrekað að drepa málinu á dreif, ráðast á sendiboðana eða stingi höfðinu í sandinn á kostnað barna og unglinga.