Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem sendi óvart tölvupóst á alla kollega sína í efnahags- og viðskiptanefnd, er ekki sá fyrsti til að hlaupa á sig í þessum efnum og eflaust heldur ekki sá síðasti. Tölvupóstsendingar hafa reynst fyrrum kollegum hans fjötur um fót.