Gréta María ó­vænt hætt hjá Prís

Gréta María Grétarsdóttir er hætt störfum sem framkvæmdastjóri Prís. Þetta staðfestir hún við Vísi. Hún hefur verið framkvæmdastjóri lágvöruverslunarinnar síðan hún opnaði dyr sínar í ágúst í fyrra en var þar á undan forstjóri Heimkaupa.