Með tilkomu afsláttardaga hefur jólaverslun landsmanna dreifst verulega. Áhrifin sjást meðal annars í því að stærstu verslunarmiðstöðvar höfuðborgarsvæðisins, Kringlan og Smáralind, hefja lengri opnunartíma fyrir jólatörnina síðar en áður. Þrátt fyrir vaxandi hlutdeild netverslana virðist aðsókn í verslunarmiðstöðvarnar vera að aukast.