Morgunblaðshúsið horfið

Búið er að rífa stóran hluta byggingar sem áður stóð við Kringluna 1 og hýsti lengi Morgunblaðið og síðar Vinnumálastofnun og Umboðsmann skuldara. Sjálft Morgunblaðshúsið er horfið en eftir mun standa byggingin er hýsti prentsmiðjuna.