Viðurkennt að atkvæði fylgi ekki jörðinni Hvarfsdal

Hæstiréttur hefur viðurkennt að atkvæði fylgi ekki jörðinni Hvarfsdal í Dalabyggð í Veiðifélagi Búðardalsár. Þetta kemur fram í dómi Hæstaréttar sem féll í gær. Þar er Búð ehf. einnig gert að greiða Heiðardal ehf., sem áfrýjaði málinu, samtals 4.000.000 króna í málskostnað vegna reksturs málsins í héraði og fyrir Landsrétti og Hæstarétti.