Tilvitnun ársins 2025 á Vilhjálmur Bjarnason, fjárfestir og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem má heyra í lok myndbandsins hér fyrir ofan. Hann lét þessi orð falla í viðtali í kvöldfréttum RÚV, þegar hann var spurður álits um viðbrögð lögreglu í PPP-njósnamálinu svokallaða. Þá hafði Vilhjálmur nýlega heyrt af og séð upplýsingar um umfangsmiklar njósnir um hann, heimili hans og allar ferðir haustið 2012. Kveikur greindi frá því í apríl á þessu ári að tveir fyrrverandi lögreglumenn hjá sérstökum saksóknara, hafi stofnað fyrirtækið PPP. Það var til að fylgjast með ferðum manna sem stóðu að hópmálsókn gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni, einum ríkasta manni Íslands.