Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyð­firðinga?

Ég er nýflutt aftur á Seyðisfjörð eftir að hafa búið í Reykjavík í yfir 30 ár. Hér er ég fædd og uppalin. Við hjónin fluttum hingað í vor og keyptum hús til að losa fjármagn og vera nær dóttur okkar sem hér býr.