Brautskráning frá Menntaskólanum

Næstkomandi föstudag, þann 19. desember verður brautskráning frá Menntaskólanum á Ísafirði. Athöfnin fer fram í Ísafjarðarkirkju og hefst klukkan 15:00. Alls munu 20 nemendur útskrifast að þessu sinni og er hópurinn bæði öflugur og fjölbreyttur. Stærsti hlutinn, eða 13 nemendur, útskrifast af opinni stúdentsbraut. Þá er ánægjulegt að sjá áframhaldandi grósku í iðn- og verknámi […]