Áframhaldandi vandræði hjá Reading

Reading stendur nú í deilu við fyrrverandi framkvæmdastjóra sinn, Nigel Howe, sem samkvæmt enskum miðlum hefur farið fram á gjaldþrotaskipti félagsins. Howe, sem starfaði sem framkvæmdastjóri og varaforseti félagsins í valdatíð Dai Yongge, hafði einnig umsjón með lengdregnu söluferli Reading á sínum tíma. Samkvæmt The Telegraph reynir Howe nú að knýja fram slit á félaginu. Lesa meira