Þrír karl­menn hand­teknir í Laugarneshverfi

Þrír karlmenn voru handteknir í umfangsmikilli lögregluaðgerð í Laugarneshverfi í Reykjavík í gærkvöldi. Mennirnir eru grunaðir um skipulagðan þjófnað á höfuðborgarsvæðinu og eru grunaðir um að hafa stolið bæði úr verslunum og af fólki. Greint er frá á RÚV.