Skotvopnið í máli Betews talið fundið

Lögreglan í Ósló hefur fundið skotvopn sem hún telur að notað hafi verið við víg NOKAS-bankaræningjans Metkels Betews sem fannst skotinn til bana að kvöldi skírdags í vor í Godlia-skóginum í Oppsal-hverfinu í Ósló.