Ís­lendingar í al­var­legu um­ferðar­slysi í Suður-Afríku

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins er nú með á sínu borði mál er varðar alvarlegt umferðarslys íslenskra ríkisborgara í Suður-Afríku. Í svari frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að ráðuneytinu sé kunnugt um málið og að borgaraþjónustan sé með málið.