Vönduð laga­setning á undan­haldi

Á ferðaþjónustudegi Samtaka ferðaþjónustunnar síðastliðið haust komst ég svo að orði í opnunarávarpi mínu: „ég held að ég tali fyrir okkur öll sem störfum í ferðaþjónustunni þegar ég segi að við höfum einfaldlega verulegar áhyggjur af boðuðum áformum og aðgerðum stjórnvalda sem snerta atvinnugreinina með beinum hætti“. Þær áhyggjur eru nú að raungerast.