Lögregluaðgerð með aðstoð sérsveitar Lögreglustjóra stendur nú yfir við íbúðarhús á Selfossi. DV barst ábending þar sem segir að lögregla og sérsveit sitji um mann á tilteknu heimilisfangi á Selfossi. Helena Rós Sturludóttir, samskiptastjóri embættis Ríkislögreglustjóra, staðfestir í samtali við DV að sérsveitin sé að aðstoða lögregluna á Suðurlandi en gat ekki tilgreint staðsetningu. DV Lesa meira