Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út til aðstoðar lögreglunni á Suðurlandi. Það staðfestir Helena Rós Sturludóttir, samskiptastjóri hjá embætti ríkislögreglustjóra. DV greindi fyrst frá . Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við fréttastofu að einn hafi verið handtekinn á Selfossi vegna rannsóknar máls. Hann segir einn bíl hafa komið frá sérsveitinni til aðstoðar. Lögregla geti ekki gefið frekari upplýsingar. Sérsveitin aðstoðaði við handtöku á Selfossi í dag.RÚV / Ragnar Visage